Stangveiði
Stangveiði í Rimhúsaál, í nágrenni Skálakots. Rimhúsaáll er bergvatnsá sem verður til við sameiningu Írár og Kelduáls. Rimhúsaáll rennur síðan sem leið liggur í Holtsós sem er útfall í hafið.
Állinn bugðast niður flatlendið og eru nokkrir góðir veiðistaðir á leiðinni. Állinn er yfirleitt ekki mjög vatnsmikill og er því skemmtilegur til fluguveiði.
Besta veiðin er venjulega síðsumars en einnig veltur það svolítið á útfallinu hversu vel veiðist. Mest veiðist af bleikju en einnig töluvert af sjóbirtingi, eins veiðast stundum bæði urriði og lax.
Við útvegum leiðsögumann og stangir og bjóðum upp á hressingu á meðan á veiðunum stendur.
Tvær stangir eru leyfðar í Rimhúsaál.
Tímabilið er frá apríl og til enda september.
Aðrar spennandi ferðir í boði:
Fjórhjólaferð
Snjósleðaferð
Kanóferðir
Jöklaganga
Þyrluferðir
Gönguferðir