Fjórhjólaferð

Fjórhjólaferð á svörtum söndum

 

 

Svörtu sandarnir við Suðurströndina eru einstakir.  Svæðið er hrjóstrugt en iðar samt sem áður af lífi og útsýnið frá ströndinni getur verið einstakt þar sem allan fjallahringinn ber fyrir augum og á toppnum trjónir jökullinn.

Eins er gaman að upplifa brimið og ef heppnin er með manni skjóta selir stundum upp kollinum fyrir utan brimrótið. Í þessari fjórhjólaferð er farið að fræga flugvélarflakinu á Sólheimasandi, þar sem stjörnur á borð við Justin Bieber hafa komið. Þetta er ævintýraferð í alla staði.

Aðrar spennandi ferðir í boði:

Stangveiði
Snjósleðaferð
Kanóferðir
Jöklaganga
Þyrluferðir
Gönguferðir