Gönguferðir

Gönguferðir

 

 

Skálakot er vel í sveit sett þegar kemur að gönguferðum. Svæðið í kringum hótelið býður upp á fjölbreytta möguleika á skemmtilegum gönguferðum. Bæði er hægt að bóka leiðsögumann í gönguferð um svæðið eða fara á eigin vegum.

Ferðir með leiðsögn:

Það er áhugavert að fara með staðkunnugum um svæðið, ganga inn að Holtsdal eða upp Ásólfsskálaheiði að Hestafossi. Þar má finna falleg gil og fossa. Hægt er að velja um mismunandi staði allt eftir áhuga og reynslu fólks.

Fyrsta klukkustundin kostar 6000 krónur og hver klukkustund eftir það kostar 4000 krónur.

Ferðirnar geta verið frá einni klukkustund og upp í heilan dag.

Hægt er að bóka hér á netfanginu info@skalakot.is

 

Aðrar spennandi ferðir í boði:

Stangveiði
Snjósleðaferð
Kanóferðir
Jöklaganga
Þyrluferðir
Fjórhjólaferð