Jöklaganga

Jöklaganga

 

 

Sólheimajökull er syðsti jökull landsins þar sem hann teygir sig niður af suðurbrún Kötluöskjunnar í Mýrdalsjökli. Jökullinn er á margan hátt einstakur.

Hann hefur hopað að meðaltali um 50 metra á síðustu 20 árum og landslagið í kringum hann hefur breyst gríðarlega. Myndarlegt jökullón hefur myndast fyrir framan jökulsporðinn.

Jökullinn er tilkomumikill og breytist dag frá degi. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að fara í jöklagöngu á Sólheimajökli.

Sólheimajökull er hluti af Mýrdalsjökli og þar af leiðandi er hann hluti af eldstöðinni Kötlu. Einni öflugustu og virkustu eldstöð á Íslandi frá landnámi.

Aðrar spennandi ferðir í boði:

Stangveiði
Snjósleðaferð
Kanóferðir
Fjórhjólaferð
Þyrluferðir
Gönguferðir