Snjósleðaferðir

Snjósleðaferðir

 

 

Eyjafjallajökull er í næsta nágrenni við Skálakot. Jökulinn er sennilega frægastur fyrir eldgosið árið 2010 þegar askan frá gosinu stöðvaði flug víðsvegar um Evrópu. Eyjafjallajökull er líka frábær útsýnisstaður og í góðu veðri er fáir staðir sem bjóða upp á jafn stórfenglegt útsýni.

Ferðin hefst við fossinn Gljúfrabúa þaðan er ekið sem leið liggur á breyttum jeppa að jökuljaðrinum og þaðan er svo brunað á snjóleða á vit ævintýranna. Það ræðst alltaf af færð og veðri hvert er farið á snjósleðunum.