Snjósleðaferðir

Snjósleðaferðir

 

 

Eyjafjallajökull er í næsta nágrenni við Skálakot. Jökullinn er sennilega frægastur fyrir eldgosið árið 2010 þegar askan frá gosinu stöðvaði flug víðsvegar um Evrópu. Eyjafjallajökull er frábær útsýnisstaður og í góðu veðri eru fáir staðir sem bjóða upp á jafn stórfenglegt útsýni.

Ferðin hefst við fossinn Gljúfrabúa og þaðan er ekið sem leið liggur á breyttum jeppa að jökuljaðrinum. Þaðan er svo brunað á snjósleða á vit ævintýranna. Það ræðst alltaf af færð og veðri hvert er farið á snjósleðunum hverju sinni.

Eyjafjallajökull hefur eins og flestir aðrir jöklar hopað mikið á undanförnum árum. Það má sjá merki um eldgosið 2010 á jöklinum þegar líður á sumarið þegar aska frá því kemur í ljós undan snjónum. 

 

Aðrar spennandi ferðir í boði:

Stangveiði
Fjórhjólaferð
Kanóferðir
Jöklaganga
Þyrluferðir
Gönguferðir