Afþreying

ACTIVITIES

Hér má finna upplýsingar um skemmtilega afþreyingu sem við mælum með fyrir þá sem vilja gera eitthvað spennandi og skemmtilegt og njóta náttúrunnar á meðan að fólk dvelur hjá okkur.

Stangveiði í Rimhúsaál


Við bjóðum upp á stangveiði í ánni Rimhúsaál, sem er falleg bergvatnsá sem rennur í Holtsós. Áin gefur oft ágætlega en þar má finna bleikju, sjóbirting, urriða og stundum lax.

Fjórhjóla ferð

Hægt er að fara í fjórhjólaferðir á Sólheimasandi og skoða flugvélarflakið sem þar er.

Gönguferðir


Það eru margar frábærar gönguleiðir umhverfis Skálakot. Við bjóðum upp á gönguferðir með leiðsögn um stórbrotna náttúru svæðisins.

Kanóferðir


Það er frábært ævintýri fyrir börn sem og fullorðna að róa niður Kelduál, eitthvað sem allir hafa gaman af.

Snjósleðaferð á Eyjafjallajökul


Það er fátt sem toppar snjósleðaferð á Eyjafjallajökul. Á góðum og björtum degi er útsýnið ægifagurt yfir Suðurstöndina, Tindfjallajökuls, Heklu og út til Vestamannaeyja

Jöklaganga

Sólheimajökull er frábær staður til að fara í jöklagöngu. Jökulinn hefur hopað hratt á síðustu árum og umhverfi hans er einstakt.

Þyrluferðir


Hægt er að bóka þyrluferðir frá Skálakoti. Jöklar, gil fossar og margt fleira er innan seilingar, ógleymanleg upplifun.