Stangveiði í Rimhúsaál
Við bjóðum upp á stangveiði í ánni Rimhúsaál, sem er falleg bergvatnsá og rennur í Holtsós. Áin gefur oft ágætlega en þar má finna bleikju, sjóbirting, urriða og stundum lax.
Kanóferðir
Það er frábært ævintýri fyrir börn og fullorðna að róa niður Kelduál, eitthvað sem allir hafa gaman af.
Gönguferðir
Það eru margar frábærar gönguleiðir umhverfis Skálakot. Við bjóðum upp á gönguferðir með leiðsögn um stórbrotna náttúru svæðisins.
Fjórhjólaferð
Hægt er að fara í fjórhjólaferðir á Sólheimasandi og skoða flugvélarflakið sem þar er.
Snjósleðaferð á Eyjafjallajökul
Það er fátt sem toppar snjósleðaferð á Eyjafjallajökul. Á góðum og björtum degi er útsýnið ægifagurt yfir Suðurstöndina, Tindfjallajökul, Heklu og út til Vestmannaeyja.
Jöklaganga
Sólheimajökull er frábær staður til að fara í jöklagöngu. Jökullinn hefur hopað hratt á síðustu árum og umhverfi hans er einstakt.
Þyrluferðir
Hægt er að bóka þyrluferðir frá Skálakoti. Jöklar, gil, fossar og margt fleira eru innan seilingar. Þyrluferðirnar eru ógleymanleg upplifun.