Kanósigling
Öðruvísi ævintýri fyrir alla
Lýsing á ferð:
Áður en haldið er af stað í siglinguna er farið yfir hvernig á að róa Kanó á öruggan hátt. Það eru alltaf tveir í hverjum bát, ef einhver er stakur fer sá hinn sami með leiðsögumanninum.
Hægt er að búast við flottu útsýni til Vestmannaeyja og strandlengjunnar, en einnig getur útsýnið verið fallegt til fjallanna og Eyjafjallajökuls. Svæðið sem siglt er um býr yfir fjölbreyttu fuglalífi yfir sumarið.
- Lágmarksfjöldi er 2 manns
- Siglingin tekur sirka 1 klukkustund
- Fyrir byrjendur
- 8.000 krónur á mann
- Einkaferð kostar 15.000 krónur aukalega
Hvað er innifalið:
- Kanó, árar og björgunarvesti
- Heitur drykkur og hressing
Hvað þarf að hafa með sér:
- Hlýjan fatnað
- Regnföt
Munið að veðrið getur verið breytilegt og því er mikilvægt að vera vel klædd/ur.
Við hittum ykkur við Holtsós rétt hjá Skálakoti.
Aðrar spennandi ferðir í boði:
Stangveiði
Snjósleðaferð
Fjórhjólaferðir
Jöklaganga
Þyrluferðir
Gönguferðir