Bóndabærinn okkar

Bóndabærinn okkar

Velkomin til fjölskyldunnar okkar í Skálakoti. Við erum sjöundi ættliðurinn sem rekur bóndabæinn og við leggjum aðaláherslu á að rækta íslenska hestinn um leið og við bjóðum upp á íslenska gestrisni.

Skálakot er í hjarta Suðurlands, staðsett í stórfenglegri náttúru í kyrrð sveitarinnar. Skálakot er umkringt víðáttum hálendisins, í nágrenni jökla og eldfjalla þar sem sést út á Atlantshafið.

 

Fjölskyldan og sagan

Við erum Guðmundur, kallaður Mummi og Jóhanna og við erum sjöunda kynslóðin í Skálakoti. Hver kynslóð hefur þurft að takast á við margar áskoranir umhverfisins, svo sem eldgos, öskufall, hungursneyð, köld sumur og áhrif þeirra á gróður og búfénað.

Við teljum okkur vera farsæla kynslóð þar sem áskoranir okkar reynast líka vera okkar helsta ástríða: ræktun íslenska hestsins og íslensk gestrisni. Það er staðreynd að bæði íslenska gestrisnin og íslenski hesturinn hafa bjargað lífi þjóðarinnar í þúsundir ára. 

 

Íslensk gestrisni

Íslendingar hefðu aldrei lifað af í landinu ef við hefðum ekki verið gestrisin þjóð. Af náttúrunnar hendi erum við forvitin um annað fólk og við leitumst við að veita þeim góðan mat og drykk af því að við viljum að gestum okkar líði vel og að þeir segi okkur sögur af sjálfum sér, þar sem Íslendingar elska sögur. 

Íslensk gestrisni hefur alltaf snúist um að láta gestinum líða þannig að hann sé ríkari við brottför. Þá eru þeir úthvíldir og geyma með sér minninguna af ánægjulegri reynslu þar sem þeir hafa eignast nýja vini sem þá langar að heimsækja aftur sem fyrst.  

 

 

Við tókum við bóndabænum árið 1985 og hófumst þá handa við þróun staðarins í okkar anda, sem er þó enn í vinnslu. Markmið okkar er að næsta kynslóð geti tekið við bænum í sem mestum blóma.

Kynslóðin á undan okkur gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að byggja bæinn upp fyrir okkar framtíð. Það er hugarfarið sem við höfum að leiðarljósi dag frá degi með áherslu á framtíðina og börnin okkar.

Við erum sannfærð um að hér sé best að búa – í fegurð og kyrrð íslensku sveitarinnar. Þeirri sannfæringu langar okkur að koma áleiðis til gesta okkar þannig að þeim líði eins og heima hjá sér á meðan á dvöl þeirra hjá okkur stendur.

Við erum Jóhanna og Mummi og börnin okkar eru Gogga, Orri og Birta.