Dagsferðir á hestum

Dagsferðir á Hestum

Hér gefur að líta dagsferðirnar okkar. Þú getur bókað hér á netinu, en það er alltaf gott að hringja á undan ef þú vilt bóka með stuttum fyrirvara.

 

Írárfoss hestaferðin

Ferðin er ein klukkustund. Riðið er frá Skálakoti að Írárfossi sem er skammt frá. Þessi ferð er góð fyrir byrjendur eða þá sem hafa ekki farið á hestbak í langan tíma.

Til móts við Eyjafjallajökul

Þriggja klukkustunda ferð þar sem farið er upp heiðarlöndin til móts við Eyjafjallajökul. Riðið er eftir vegslóða báðar leiðir. Í góðu veðri er útsýnið frábært.

Jökull og svartir sandar

Þessi ferð sameinar tvær vinsælustu ferðirnar okkar. Hér er farið bæði til móts við Eyjafjallajökul og einnig niður á svörtu fjöruna. Um er að ræða dagsferð þar sem hádegismatur er innifalinn.

Eyjafjalla hestaferðin

Ferðin er tvær klukkustundir. Fyrir þá sem vilja kynnast hestunum aðeins betur. Riðið er um svæðið umhverfis Skálakot í fjölbreyttu landslagi.

Svarta ströndin

Þriggja klukkustunda ferð þar sem riðið er um láglendið og farið niður í fjöru við útfall Holtsóss. Frábær ferð fyrir lengra komna sem vilja kynnast hestinum sínum vel.

Miðnætursólin

Á sumrin þegar kvöldsólin vermir vantann er fátt skemmtilegra en að njóta náttúrunnar á hestbaki. Þetta er tveggja klukkustundar löng hestaferð þar sem riðið er um nágrenni Skálakots.