Eyjafjalla hestaferðin

Eyjafjalla hestaferðin

 

Um er að ræða tveggja klukkustunda ferð sem hefst við Skálakot þar sem við gerum hestana klára og förum yfir öll helstu atriðin varðandi ferðina. Síðan er haldið af stað og riðið upp brekkuna á bak við Skálakot. Þegar upp er komið er fallegt útsýni til suðurs og að Holtsnúpi.

Þaðan er svo haldið niður á láglendið til móts við Írárfoss, en fossinn er fallegur 30 metra hár foss sem steypist fram af klettabrúninni vestan við Skálakot. Frá Írárfossi er að lokum riðið aftur að Skálakoti.

Þessi ferð hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum. Við gerum ávallt okkar besta til að finna rétta hestinn fyrir alla í ferðinni.

 

BOKUNARBEIÐNI EYJAFJALLA HESTAFERÐIN:

 

Aðrar hestaferðir í boði:
Írárfoss
Svarta fjaran
Til móts við Eyjafjallajökul
Jökull og svartir sandar
Miðnætursól