Jökullinn og svartir sandar

Jökulinn og svartir sandar

 

 

Í þessari ferð eru tvær vinsælustu ferðirnar sameinaðar þar sem byrjað er á því að ríða til móts við Eyjafjallajökul. Riðið er eftir vegslóða upp Ásólfsskálaheiði og í átt að Eyjafjallajökli. Eftir því sem hærra er farið verður útsýnið glæsilegra. Holtsnúpur og gilin inn af Holtsdal á hægri hönd, jökullinn beint framundan og að baki láglendið, ströndin og Vestmannaeyjar.

Eftir að hafa notið útsýnisins er haldið til baka að Skálakoti þar sem snæddur er hádegisverður og tækifærið nýtt til að teygja aðeins úr sér áður en haldið er af stað aftur. 

Þá er farið niður á svörtu ströndina við Holtsós. Riðið er eftir reiðgötum, yfir læki og ár og eftir láglendinu að útfallinu við Holtsós. Á sumrin er mikið af fuglum á svæðinu og kyrrðin er einstök. 

Fjallahringurinn blasir við og útsýnið er fallegt eftir ströndinni til austurs og vesturs. Eftir stopp í fjörunni er haldið sem leið liggur aftur að Skálakoti.

Um er að ræða dagsferð og nauðsynlegt er að fólk hafi einhverja reynslu af útreiðum. Við reynum ávallt að finna hest sem hæfir reynslu knapans svo fólk fái sem mest út úr ferðinni.

 

BOKUNARBEIDNI FYRIR JÖKULLINN OG SVARTA SANDIR HESTAFERÐIN:

Aðrar hestaferðir í boði:
Írárfoss
Eyjafjöll
Til móts við Eyjafjallajökul
Svarta fjaran
Miðnætursól