Til móts við Eyjafjallajökul -hestaferð

Til móts við Eyjafjallajökul – hestaferð

 

 

Ferðin tekur um þrjár klukkustundir. Við byrjum í reiðskemmunni við Skálakot þar sem farið er yfir það sem skiptir máli fyrir ferðina og síðan er haldið af stað. Riðið er upp eftir Ásólfsskálaheiði til móts við Eyjafjallajökul. Eftir því sem hærra er farið verður útsýnið mikilfenglegra.

Ef litið er til austurs blasa Holtsnúpur og Holtsdalur við. Upp af Holtsdal eru falleg gil og skorningar. Til vesturs er horft yfir Ásólfsskálaheiði og Skálaheiði. Eyjafjallajökull blasir við í norðri og til suðurs má sjá grösug tún og ströndina.

Eyjafjallajökull

Eyjafjallajökull er eldkeila sem hefur verið virk um árþúsundir. Eldstöðin hefur gosið nokkrum sinnum frá landnámi. Talið er að gosið hafi í jöklinum á árunum 1612, 1821 og nú síðast 2010.

Eyjafjallajökull hefur hopað mikið á undanförnum árum og síðsumars má sjá leyfar af öskunni sem féll á jökulinn í kjölfar eldgossins árið 2010.

 

BOKUNARBEIÐNI TIL MOTS VIÐ EYJAFJALLAJÖKULL HESTAFERÐIN:

Please choose the tour you are interested in!
Date and Time

Aðrar hestaferðir í boði:
Írárfoss
Eyjafjöll
Svarta fjaran
Jökull og svartir sandar
Miðnætursól