Herbergi

Við hönnun og byggingu hótelsins okkar vildum við geta boðið gestum okkar upp á einstaka upplifun sem þeir gætu ekki fundið annars staðar.

Við lögðum áherslu á rómantískt og róandi umhverfi þar sem gestir okkar upplifa einstakt lúxusumhverfi.

Hvert herbergi er sérstakt og með sitt eigið andrúmsloft. Við vildum skapa andrúmsloft þar sem gestirnir upplifa sig sem einn úr fjölskyldunni og að fólk finni tenginguna við náttúruna og bóndabæinn okkar. 

Við erum stolt af útkomunni, 14 herbergja lúxushótel með flottum veitingastað og persónulegri þjónustu. Við lítum á gesti okkar sem gesti fjölskyldunnar og bjóðum uppá íslenska sveitagestrisni eins og hún gerist best.

Hótelið er hannað í Art Deco stíl þar sem komið er inn í nánast tímalausa veröld þar sem gamalt er nýtt og nýtt verður gamalt. 

Við bjóðum upp á eina Mastersvítu, eina Mínísvítu, sex Grand Double herbergi, fjögur Standard Double herbergi og tvö Standard Single herbergi. Öll herbergi eru vel búin með 43″ snjallsjónvarpi, hröðu þráðlausu neti, hraðsuðukatli, hárþurrku, baðsloppum, sjampói og sápu.

Grandherbergin, Mínísvítan og Mastersvítan eru einnig með Nespresso kaffivélar.