Miðnætursól hestaferð

Miðnætursól, hestaferð

 

 

Þessi skemmtilega hestaferð er um ein og hálf klukkustund. Lagt er af stað frá hesthúsinu að Skálakoti til móts við kyrrlátt sumarkvöldið. Það er fátt betra en að ríða út á fögru sumarkvöldi í dásamlegu umhverfi. Tekinn er hringur umhverfis Skálakot og það sem fyrir augu ber er skoðað. Hápunktur ferðarinnar er Írárfoss, fallegur 30 metra hár foss skammt frá Skálakoti. 

Útsýnið er fagurt á fallegu kvöldi, stórbrotinn fjallahringurinn og grösugt flatlendið. Eitthvað sem enginn verður svikinn af.

Aðrar hestaferðir í boði:
Írárfoss
Eyjafjöll
Til móts við Eyjafjallajökul
Jökull og svartir sandar
Svarta fjaran