Hestar til sölu

Hestar til sölu

Hestaræktun í Skálakoti

Hestaræktun hófst í Skálakoti árið 1984.  Þegar ræktunin hófst var byrjað alveg frá grunni og ýmsar tilraunir voru gerðar áður en rétta línan var lögð. Móðir Skýr fá Skálakoti er Vök frá Skálakoti (fædd 2001). Undan henni var ræktað og má segja að hún hafi lagt grunninn að þeirri góðu ræktun sem nú á sér stað. 

Eins og áður segir þá er Vök móðir Skýr. Við eigum einnig merarnar Sonnettu og Sál. Sál er undan hinum fræga stóðhesti Orra frá Þúfu í Landeyjum. En hann var einn þekktasti stóðhestur landsins á sínum tíma. Þar áður komu góðir hestar undan merinni Syrpu frá Skálakoti (1988) sem er undan Rut frá Holti og Sprota frá Stórulág. Syrpa er t.d. móðir fjórgangs stóðhestsins Klængs frá Skálakoti, sem margir gætu kannast við.

Undanfarið höfum við notað Þyrí frá Hemlu. Merin Þrúgur frá Skálakoti er afkvæmi hennar og Skýrs frá Skálakoti. Þrúgur var hæst dæmda merin á kynbótasýningu á Hellu árið 2018. Hún var síðan seld til Danmerkur árið 2019.

Í framtíðinni munum við halda áfram öflugu ræktunarstarfi þar sem Skýr verður í forgrunni. Það eru spennandi tímar framundan í ræktunarstarfi í Skálakoti og við munum halda ótrauð áfram að byggja á traustum grunni inn í framtíðina. 

Skýr frá Skálakoti

Skýr frá Skálakoti fæddist árið 2007 og var byrjað að þjálfa hann fjórum árum síðar. Strax í upphafi var ljóst að hann væri einn af efnilegustu stóðhestunum á Íslandi og hlaut hann þriðja sætið á landsmóti árið 2011.

Frá þeim tíma hefur hann keppt á hverju ári og hefur hann alltaf endað efstur í sínum aldursflokki. 

Árið 2009, aðeins tveggja vetra gamall fyljaði hann fyrstu merarnar. En ári síðar varð að flytja hann vestur á land sökum eldgossins í Eyjafjallajökli og fékk hann því frí það ár. Árið eftir var hann kominn aftur heim í Skálakot og þá má segja að hann hafi fyrir alvöru byrjað að sinna hlutverki sínu sem stóðhestur. Fyrir utan nokkrar merar sem eignuðust folöld undan honum árið 2010 í Skálakoti, má segja að fyrsta alvöru árið hafi verið 2012 og síðan þá hefur hann fyljað fleiri og fleiri merar á hverju ári með góðum árangri. 

Snemma varð ljóst að Skýr væri frábær stóðhestur og afkvæmi undan honum báru af hvað varðar byggingu, skapgerð og tækni. Það var svo á landsmóti árið 2018 sem hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

Hér má lesa hvað Skýr gefur af sér

Skýr frá Skálakoti gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Þau eru fríð á höfuð með mjúkan háls við háar herðar. Yfirlína í baki er afar sterk, bakið breitt og vöðvafyllt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá, þróttleg á bolinn. Fætur eru afar fallegir, prúðir með góða fótstöðu og öflugar sinar en nágengir að aftan. Hófar eru efnisgóðir og afkvæmin eru prúð á fax og tagl. Skýr gefur úrvals ganghross, ýmist alhliðageng eða klárhross með tölti og auðsveipt geðslagið gerir það að verkum að þau nýtast vel. Þau eru skrefmikil og hágeng á tölti og brokki en mættu stundum vera léttstígari. Stökkið er skrefmikið og rúmt og hæga stökkið er takthreint og svifgott. Fetið er takthreint en stundum framtakslítið. Afkvæmin eru yfirveguð og þjál með góða framhugsun og fara afar vel í reið með góðan höfuðburð og háar hreyfingar. Skýr gefur fríð, prúð og vel gerð hross sem skarta mýkt í geði og fallegri framgöngu, hann er kynbótahestur í fremstu röð, hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið.´

Í dag er Skýr hæst dæmdi íslenski stóðhestur í heimi. Með BLUP upp á 132 stig. Við erum bæði stolt og glöð að eiga Skýr og það verður áhugavert að sjá hvað framtíð hans ber í skauti sér. 

Skupla frá Skálakoti (2012)
Góður reiðhestur fyrir alla fjölskylduna

F: Skýr frá Skálakoti (8.70)
M: Sygin frá Skálakoti (7.60)

Baldur frá Baldurshaga (2012)
Verðugt verkefni fyrir metnaðarfullan knapa.

F: Skýr frá Skálakoti (8.70)
M: Brúney frá Baldurshaga

Ábóti frá Skálakoti (2010)
Öflugur í fimmgangi

F: Ársæll frá Hemlu II (8.43)
M: Syrpa frá Skálakoti (7.56)

Skór frá Skálakoti (2011)
Frábær töltari

F: Skuggi frá Strandarhjáleigu (8.49)
M: Vök frá Skálakoti (8.29)

Sylvía frá Skálakoti (2012)
Fyrstu verðlauna meri fyrir keppni og ræktun

F: Skýr frá Skálakoti (8.70)
M: Saga frá Skálakoti (7.63)