ÞÓRSMÖRK – HESTAFERÐ
LENGD: 5 nætur, 4 reiðdagar
Við höfum boðið upp á þessa ferð frá því að við byrjuðum að bjóða upp á lengri hestaferðir í Skálakoti. Þetta er okkar heimavöllur þar sem við gjörþekkjum landið og sögurnar. Flott ferð fyrir þá sem eru að fara í sína fyrstu löngu hestaferð. Flott landslag og þægileg ferð.
Dagsetningar 2021:
– 8. – 13. júni
– 21. – 26. júni
– 7. – 12. júli
– 24. – 29. ágúst
VÍÐERNI HEKLU
LENGD: 6 nætur, 5 reiðdagar
Frábær ferð í ósnortinni náttúru. Fimm dagar á hestbaki þar sem við förum hringinn í kringum Tindfjallajökul og inn á víðerni Heklu. Skemmtileg ferð fyrir reynda knapa sem vilja kynnast íslenska hestinum þar sem hann á heima.
Dagsetningar 2021:
– 12. – 18. ágúst
ÞÓRSMÖRK – ÞÆGILEGA FERÐIN
LENGD: 6 nætur, 5 reiðdagar
Ef þú vilt kynnast landinu og íslenska hestinum á þínum hraða og á þínum forsendum þá er þetta ferðin fyrir þig. Þægileg ferð þar sem boðið er upp á fyrsta flokks gistingu og mat í sérflokki. Boðið er upp á kennslu og leiðbeiningar áður en farið er í ferðina til að þú fáir sem mest út úr henni.
Dagsetningar 2021:
Í boði í júní og aðeins í boði sem sérferð.
INN Á HÁLENDIÐ
LENGD: 5 nætur, 4 reiðdagar
Þessi ferð er fullkomin fyrir þá sem vilja komast í burtu úr amstri dagsins og njóta náttúrunnar og íslenska hestsins. Ferðin er hæfilega löng fyrir þá sem vilja skjótast í smá frí. Landslagið er magnað með svörtu hrauni, grænum fjöllum, ám, lækjum og svo mætti lengi telja.
Dagsetningar 2021:
– 2. – 7. júli
LANDMANNALAUGAR
LENGD: 8 nætur, 7 reiðdagar
Þetta er hestaferð allra hestaferða. Fyrir reynda knapa sem vilja kynnast því úr hverju íslenski hesturinn er gerður. Frábært tækifæri til að ríða í gegnum ósnortnar náttúruperlur á hálendi Íslands og um leið prófa mismunandi hesta í mismunandi landslagi. Eitthvað sem verður seint toppað og mun lifa í minningunni það sem eftir er.
Dagsetningar 2021:
– 15. – 23. júlí