Skemmtilegar hestaferðir í fallegu umhverfi
Skemmtilegar hestaferðir í fallegu umhverfi

Skálakot Manor Hótel

Verið velkomin, fjölskyldan í Skálakoti tekur vel á móti þér.

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á frábæra upplifun í gistingu, mat og hestaferðum með einstakri umgjörð og í einstöku umhverfi

Skálakot er staðsett í hjarta Suðurlands og tilvalið að dvelja þar og skoða sig um og njóta þeirra fjölmörgu nátturuperlna sem svæðið hefur upp á að bjóða. 

Við bjóðum upp á fjölbreytta og skemmtilegar hestaferðir, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna experience. 

Manor Luxury Hótelið í Skálakoti býður upp á frábæra aðstöðu fyrir gesti, með einstökum herbergjum og huggulegum veitingastað.

Það er markskonar afþreying í boði á svæðinu. Hægt er að skella sér á hestbak, fara á snjósleða á Eyjafjallajökul eða í Buggy ferð inn í Þórsmörk. Við bjóðum líka upp á veiði og kanó ferðir. Ekki má gleyma skemmtilegum gönguferðum um svæðið.

 

Herbergi
Hótelið býður upp á 14 herbergi í mismunandi flokkum. Hvert herbergi er einstakt, þau eru öll rúmgóð og vel búinn. 
Veitingahús
Veitingastaðurinn býður upp á afslappandi og hlýlegt umhverfi. Við leggjum áherslu á góðan mat úr fersku hráefni úr heimabyggð. 
Dagsferðir á hestum
Við bjóðum upp á skemmtilegar hestaferðir um nágrenni Skálakots. Þar sem einstök náttúrufegurð og íslenski hesturinn sameinast í frábærri afþreyingu.