Víðerni Heklu

Swedish translation  – German Translation

 

Um hestaferðina Víðerni Heklu 

Þetta er frábær ferð fyrir þá sem vilja njóta hálendisins, og alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða, á hestbaki. Á þessum fimm dögum ríðum við yfir hraun frá Heklu, yfir á Emstrur og svæðið í kringum Tindfjallajökul. 

 

 

Dag frá degi:
1. Koma

Við sækjum ykkur á BSÍ í Reykjavík klukkan 17. Þaðan ökum við sem leið liggur í Skálakot þar sem við snæðum kvöldverð. Förum yfir dagskrá næstu daga og skellum okkur í heita pottinn áður en farið er í rúmið. 
Gisting: Gistiheimilið Skálakot (svefnpokapláss). Sameiginlegt baðherbergi og sturtur, heitur pottur og WiFi. 

2. Skálakot – Fell

Við tökum daginn snemma og höldum á vit ævintýranna. Riðið er með stóðið frá Skálakoti og yfir gömlu Markarfljótsbrúna þar sem við borðum hádegisverð úti í náttúrunni. Næst er riðið framhjá Stóru – Dímon, inn Fljótshlíðina og inn að Felli í Fljótshlíð.
Dagleið: 35 km
Gisting: Fjallaskáli (svefnpokapláss), ekkert heitt vatn og ekkert rafmagn. Lítið símasamband. 

3. Fell – Foss

Við höldum frá Felli þennan dag og inn að Fossi. Við ríðum eftir Fljótshlíðinni, inn Vatnsdal og yfir á Fell norðan Þríhyrnings. Landslagið er fjölbreytt og reiðleiðirnar sömuleiðis. Þegar líður á daginn verður landslagið hrjóstrugra. Þegar við nálgumst náttstaðinn í Fossi við Eystri-Rangá sjáum við yfir drottningu íslenskra eldfjalla, Heklu. Aðstaðan og umhverfið í Felli er til fyrirmyndar og þetta er frábær staður til að eyða annarri nóttinni okkar á.
Dagleið: 37 km
Gisting: Fjallaskáli (svefnpokapláss). Sturta, ekkert rafmagn og takmarkað símasamband. 

4. Foss – Emstrur

Við förum frá Fossi þennan morguninn, ríðum yfir hraun og upp með Eystri-Rangá, yfir brunnin hraun og auðn áleiðis inn að Hungurfit. Þaðan er riðið áfram norðan Tindfjallajökuls og við tekur gróið land og falleg fjöll, yfir á Krók við Markarfljót. Frá Króki er riðið yfir á Emstrur, en þar tekur við landslag með grasbölum, fallegum giljum og lækjum. Við endum síðan daginn í skálanum inn á Emstrum. Dagleiðin er nokkuð löng en mjög fjölbreytt og skemmtileg. 
Dagleið: 40 km
Gisting: Fjallaskáli (svefnpokapláss) Ekkert heitt vatn, takmarkað rafmagn og lítið símasamband. 

5. Emstrur – Fell

Frá Emstrum er haldið niður með Markarfljóti og yfir að Einhyrningi og þaðan eftir gömlu Markarfljótsgljúfrunum. Tindfjallajökull er á hægri hönd og á þá vinstri blasir Þórsmörk við með Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul í bakgrunni. Við stoppum og nærum okkur í Bólstað og endum síðan daginn í Felli í Fljótshlíð þar sem við eyddum fyrstu nóttinni í ferðinni.
Dagleið: 27 km
Gisting: Fjallaskáli (svefnpokapláss). Ekkert rafmagn, ekkert heitt vatn og lítið símasamband.

6. Fell – Skálakot

Þetta er síðasti dagurinn okkar, við kveðjum hálendið með söknuði og ríðum sem leið liggur í Skálakot. Það er gott að komast í Skálakot eftir skemmtilega daga á fjöllum. Við njótum góðs matar, slökum á í heita pottinum og förum yfir ferðina áður en við göngum til náða þetta síðasta kvöld okkar saman.
Dagleið: 35 km
Gisting: Gistiheimilið Skálakoti (svefnpokapláss). Sameiginlegt baðherbergi og sturtur, heitur pottur og WiFi. 

7. Fardagur

Eftir morgunverð keyrum við hópinn til Reykjavíkur þar sem við reiknum með að vera við BSÍ um klukkan 12:00 á hádegi. Við kveðjumst með góðar minningar í farteskinu.

 

Þær nætur sem gist er í Skálakoti er möguleiki á að uppfæra gistingu í sér herbergi með baði og sturtu, en fyrir það þarf að borga aukalega. Sendu okkur fyrirspurn um verð ef þú vilt nýta þér þennan möguleika.

Useful information about our long horseback riding tours

Terms and conditions

 

Aðrar langar hestaferðir sem við bjóðum upp á:

Comfy Þórsmörk tour
Þórsmörk Classic
Into the Highlands
Landmannalaugar

Kort af leið: