Inn á hálendið – Emstrur

Swedish translation  – German Translation

 

Um hestaferðina – Inn á hálendið

Þessi hestaferð er inn á hálendið, á svæði sem kallast Emstrur. Ferðin hefst í Skálakoti og þaðan er haldið inn á Syðra-Fjallabak, yfir á Emstrur og aftur í Skálakot. Landslagið er fjölbreytt, allt frá grónum götum yfir í brunnið hraun, græn fjöll, gljúfur og jökla. Frábært tækifæri til að njóta náttúru og íslenska hestsins. 

 

 

Dag frá degi:
1. Koma

Við sækjum þig á BSÍ klukkan 17:00 og þaðan er ekið sem leið liggur í Skálakot. Ferðin tekur um tvær klukkustundir. Þegar komið er í Skálakot borðum við saman kvöldverð og förum yfir dagskrána næstu daga. Að því loknu er hægt að skola af sér ferðarykið í heita pottinum áður en farið er að sofa. 
Gisting: Gistiheimilið Skálakoti (svefnpokapláss). Sameiginleg baðherbergi og sturtur, heitur pottur og WiFi. 

2. Skálakot – Fljótshlíð

Við tökum daginn snemma og eftir morgunverð er haldið í hesthúsið og gert klárt fyrir daginn. Við ríðum út Eyjafjöllinn, yfir gömlu Markarfljótsbrúna og inn í Fljótshlíð. Við rekum stóðið með okkur og endum þennan dag við Eyvindarmúla þar sem við segjum skilið við hestana og ökum til baka í Skálakot þar sem við gistum.
Dagleið: 30 km
Gisting: Gistiheimilið Skálakoti (svefnpokapláss). Sameiginleg baðherbergi og sturtur, heitur pottur og WiFi. 

3. Fljótshlíð – Emstrur

Þetta er dagurinn þar sem ævintýrið byrjar fyrir alvöru. Riðið er inn Fljótshlíðina og inn á Emstrur, eftir Markarfljótsgljúfrinu og Einhyrningi og inn að Emstruskálanum við Markarfljót. Landslagið er fjölbreytt. Gróður í fyrstu en við tekur hrjóstrugra land með gróðurvinjum. Markarfljótsgljúfrin eru mögnuð og útsýni er til Þórsmerkur, Mýrdalsjökuls, Eyjafjallajökuls og Tindfjalla. Við stoppum á völdum stöðum og snæðum hádegisverð á Hellisvelli.  
Dagleið: 35km
Gisting: Fjallaskáli (svefnpokapláss). Ekkert heitt vatn og bæði rafmagn og símasamband er takmarkað. Sannkallaður fjallaskáli. 

4. Emstrur – Emstrur

Þennan dag ríðum við inn á Emstrur yfir svartan sand og hraun með Hattfell og fleiri græn fjöll allt um kring. Við förum í gegnum Hvanngil og yfir í Álftavatn, þaðan er síðan riðið yfir Markarfljót og yfir á Krók, þaðan er svo aftur riðið yfir á Emstrur. Þetta er skemmtilegur hringur og enn og aftur er landslagið fjölbreytt og reiðleiðirnar eru skemmtilegar. Gistum aftur í Emstruskálanum. 
Dagleið: 40km
Gisting: Fjallaskáli (svefnpokapláss). Ekkert heitt vatn og bæði rafmagn og símasamband er takmarkað. Sannkallaður fjallaskáli. 

5. Emstrur – Skálakot

Þetta er lengsti dagur ferðarinnar. Komið er að heimferð og riðið er frá Emstrum alla leið í Skálakot. Hestarnir finna lyktina af heimahögunum og spretta úr spori þegar nær dregur Skálakoti. Á heimleiðinni er gaman að fá annað sjónarhorn á landslagið. Við endum daginn á góðum kvöldverði og heita pottinum áður en skriðið er í svefnpokann eða undir sængina. 
Dagleið: 62 km
Gisting: Gistiheimilið Skálakoti (svefnpokapláss). Sameiginleg baðherbergi og sturtur, heitur pottur og WiFi. 

6. Fardagur

Eftir morgunmat er pakkað saman og ekið til Reykjavíkur, á BSÍ þar sem við reiknum með að vera um klukkan 12:00. 

 

Það er möguleiki að borga aukalega fyrir sérherbergi í Skálakoti þær nætur sem gist er þar. Sendu okkur fyrirspurn varðandi verð. 


Useful information about our long horseback riding tours

Terms and conditions

 

 

Aðrar langar hestaferðir sem við bjóðum upp á:

Comfy Þórsmörk tour
Þórsmörk Classic
Hekla Wilderness
Landmannalaugar