Þórsmörk – hestaferð

Swedish translationGerman Translation

 

Um hestaferðina Þórsmörk

Skálakot hefur boðið upp á þessa ferð frá því að byrjað var að bjóða upp á hestaferðir. Við þekkjum svæðið vel enda er það hluti af afrétti okkar sem við smölum á hverju hausti. Þessi ferð hentar vel fyrir fólk sem er ekki með mikla reynslu í hestaferðum, en er jafnframt frábær ferð fyrir lengra komna. Það er ekkert sem jafnast á við útreiðar í stórkostlegu landslagi Þórsmerkur. 

Ef þú hefur áhuga á að gera ferðina þægilegri bjóðum við líka upp á lúxus útgáfu af Þórsmerkurferð, þú getur fundið allt um hana hér:  Comfy Þórsmörk tour!

Um Þórsmörk
Þórsmörk er án efa ein stærsta og fallegasta náttúruperlan á Íslandi. Umgjörð dalsins með hvíta jökla, skorin mosagræn fjöll og gil, skógivaxnar hlíðar ásamt jökulaurum og jökulám er einstök samsetning.

 

Frá degi til dags:
1. Komudagur

Við sækjum ykkur á BSÍ í Reykjavík klukkan 17:00 og þaðan ökum við sem leið liggur austur í Skálakot. Þar borðum við sameiginlegan kvöldverð þar sem við förum yfir ferðaplönin. Þeir sem vilja geta síðan slappað af í heita pottinum áður en gengið er til náða.
Gisting: Gistiheimili með kojum og sameiginlegri baðherbergisaðstöðu, heitur pottur og WiFi. 

2. Til móts við Jökulinn og Svörtu ströndina

Á þessum fyrsta heila degi förum við í tvo skemmtilega útreiðartúra. Eftir staðgóðan morgunverð förum við í hesthúsið og gerum klárt fyrir fyrri ferð dagsins. Þar ríðum við til móts við Eyjafjallajökul. Eftir slóðum upp eftir heiðarlöndunum fyrir ofan Skálakot. Á góðum degi er útsýnið engu líkt hvort sem litið er upp eftir heiðinni yfir gil og skorninga eða til suðurs yfir flatlendið og ströndina.

Þegar við komum til baka fáum við okkur næringu áður en við undirbúum seinni ferð dagsins, þar sem við ríðum niður á ströndina við Holtsós. Þessi ferð er frábær til að ríða tölt og venjast hestunum fyrir komandi daga.  Við endum svo daginn á góðum kvöldverði og heitum potti fyrir þá sem það vilja. 
Gisting: Gistiheimili með kojum og sameiginlegri baðherbergisaðstöðu, heitur pottur og WiFi. 

3. Þórsmörk

Þetta er dagurinn sem við ríðum frá Skálakoti inn í Þórsmörk. Við rekum stóðið með okkur og stoppum á nokkrum vel völdum stöðum á leiðinni. Við ríðum framhjá Seljalandsfossi og Gljúfrabúa áður en við stefnum inn í Þórsmörk. Á leiðinni þurfum við að ríða yfir nokkrar ár, ef einhver vill sleppa því þá er lítið mál að sitja í bílnum sem fylgir okkur. Við endum í Húsadal þennan dag þar sem við njótum náttúrufegurðar. Það er tilvalið að fara í stuttar gönguferðir eftir kvöldmatinn eða slappa af í gufunni. 
Dagleið: 40 km
Gisting: Gist í svefnpokaplássum í kojum. Aðstaða: Náttúruleg laug, sauna, sameiginleg baðherbergi og sturtur, veitingastaður og bar, WiFi. 

4. Þórsmörk og Almenningar

Við byrjum þennan dag á að ríða inn á Almenninga sem er afréttur nokkurra bæja undir Eyjafjöllum. Þar er mikil náttúrufegurð og útsýnið til allra átta er stórkostlegt hvert sem litið er. Þennan dag fáum við leiðsögn frá Guðmundi í Skálakoti sem þekkir svæðið eins og lófann á sér og kann frá mörgu að segja. Þessi ferð er um fjórar klukkustundir. Þegar komið er til baka í Húsadal er boðið uppá hádegisverð og smá hvíld áður en lagt er af stað aftur. Í þetta sinn er riðið yfir Merkuraurana og Krossá og inn í Stakkholtsgjá sem er einn þekktasti áfangastaðurinn í Þórsmörk (Stakkholt). Þessi ferð tekur um tvo klukkutíma. Við endum sem fyrr í Húsadal þar sem við njótum kvöldverðar og slöppum af eftir skemmtilegan dag í Þórsmörk. 
Dagleið: 20 km
Gisting: Gist í svefnpokaplássum í kojum. Aðstaða: Náttúruleg laug, sauna, sameiginleg baðherbergi og sturtur, veitingastaður og bar, WiFi. 

5. Skálakot

Við yfirgefum Þórsmörk með söknuð í hjarta og höldum sem leið liggur fram dalinn meðfram norðurhluta Eyjafjalla að Markarfljóti þar sem við tökum hádegishlé áður en við höldum áfram meðfram suðurhluta Eyjafjalla í Skálakot. Hestarnir vita að þeir eru á heimleið og því líður dagurinn hratt. Í Skálakoti eigum við svo sameiginlegan kvöldverð þar sem ferðin er gerð upp og fólk getur skellt sér í pottinn áður en það gengur til náða. 
Dagleið: 40 km
Gisting: Gistiheimili með kojum og sameiginlegri baðherbergisaðstöðu, heitur pottur og WiFi. 

6. Fardagur

Við borðum sameiginlegan morgunverð áður en við ökum til Reykjavíkur. Við skiljum við hópinn á BSÍ um klukkan 12:00. 

 

Á meðan á dvölinni í Skálakoti stendur er möguleiki að uppfæra gistinguna í herbergi á Manor Hótelinu í Skálakoti. Skildu eftir fyrirspurn í fyrirspurnarforminu og við sendum þér nánari upplýsingar um verð.

Useful information about our long horseback riding tours

Terms and conditions

Aðrar langar hestaferðir sem við bjóðum upp á:

Comfy Þórsmörk tour
Into the Highlands
Hekla Wilderness
Landmannalaugar

Kort af leiðinni: