Myndir

Myndir frá Skálakoti

Jóhanna og Guðmundur keyptu Skálakot af afa og ömmu Guðmundar þeim Kötu og Bjarna árið 1985. Skálakot er staðsett undir Eyjafjöllum, umvafið fjöllum, ám, fossum, grösugum túnum, svörtum fjörum og Eyjafjallajökli.

Í Skálakoti eru um 300 kindur og um 150 hestar. Margir þekkja gæðingana Klæng og Skýr frá Skálakoti. Á hverju ári bætast við nýir gæðingar frá þessari ræktun. 

Náttúrufegurðin er mikil á svæðinu, það vorar snemma og haustið kemur seint en hver árstíð býður upp á mismunandi litbrigði og upplifanir.

Staðsetningin er frábær ef fólk vill njóta þeirra helstu náttúruperla sem Suðurland hefur upp á að bjóða.

MANOR HÓTEL
BÓNDABÆRINN
HESTAFERÐIR