Master Svíta
Master Svítan er án efa toppurinn þegar að kemur að herbergjunum okkar. Hún er staðsett á þriðju hæð, björt og með svölum sem snúa í suður. Útsýnið er magnað yfir grösuga sveitina og út yfir strandlengjuna og til Vestmannaeyja.
Svítan er eitt opið rými, fyrir utan baðherbergið sem er rúmgott með góðri sturtu. Í svítunni er baðkar sem er tilvalið til að ná úr sér þreytu dagsins og njóta kyrrðar og láta rómantíkina taka völdin.
Í svítunni er viðarkamína til að skapa þægilegt andrúmsloft.
Svítan er 39 fermetrar. Stærð á rúmi er 200 x 200 sentimetrar. Og er bæði hægt að hafa það sem double eða twin. Möguleiki er að koma tveimur aukarúmum inn í svítuna.
Svítan er á efstu hæð hótelsins ásamt tveimur standard single herbergjum sem gerir það mögulegt að hafa hæðina út af fyrir sig ef fjölskyldan vill hafa ró og næði.
Skoðaðu aðrar herbergjatýpur hér:
Standard Single herbergi
Standard Double herbergi
Grand Double herbergi
Mini Svíta