Skilmálar

Afbókunarskilmálar fyrir dagsferðir

  • 10% af verði ferðar er ekki endurgreiðanlegt. Það endurspeiglar kostnað vegna bókunar og undirbúning ferðar.
  •  Ef þú afbókar ferð minna en 14 dögum fyrir brottfarardag endurgreiðist 70% af verði ferðarinnar.
  • Afbókun á ferð 2 dögum (48 klukkustundum) eða skemur fyrir brottfarardag þýðir að engin endurgreiðsla á sér stað. 
Endurgreiðslur

Skálakot ber ekki ábyrgð á breytingum sem verða á gengi.

Gengi á endurgreiðslum er miðað við gengi á þeim degi sem endurgreiðslan fer fram. Ekki á þeim degi sem bókun var gerð.

Vinsamlegast hafið í huga að öllum ferðum fylgir áhætta og að þú ferð í ferðina af fúsum og frjálsum vilja. Þáttakendur í ferðum verða að fylgja leiðbeiningum og fyrirmælum starfsmanna Skálakots í einu og öll til að forðast óþarfa áhættu eða tjón. Þáttakendur eru ábyrgir fyrir tjóni sem þeir valda með gáleysislegri hegðun, bæði gagnvart þriðja aðila og Skálakoti.

Skálakot er ekki ábyrgt fyrir slysum, veikindum, náttúruhamförum, veðri eða öðrum atriðum sem ekki verður stjórnað af Skálakoti.

Skálakot lýsir yfir fullum rétti til að breyta eða fella niður ferðir undir öllum kringumstæðum. Svo sem veðri sem gæti haft áhrif á öryggi þáttakanda eða starfsfólks. 

Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir ferðum sínum til og frá Skálakoti. Þarf af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir skaða og tjóni sem þeir valda á þeim ferðum. 

Öll verð eru gefin upp með VSK

Veður og aðstæður

Allar ferðir utandyra eru háðar veðri og aðstæðum hverju sinni. Við áskiljum okkur rétt til að breyta eða fella niður ferðir ef við teljum að aðstæður og eða veður kunni að hafa áhrif á öryggi ferðarinnar. Það gerum við með hag viðskipavina okkar og starfsfólks í huga. Hafið í huga að veður og aðstæður eru mjög breytilegar á Íslandi. 

Ferðatryggingar

Við hvetjum alla sem eru að ferðast til að vera með persónutryggingar í lagi og tryggja sig á ferðalagi. Það er ódýr og góð leið til að njóta ferðarinnar enn betur og hjálpar ef eitthvað óvænt kemur upp á.

Áfengi á fíkniefni

Við áskiljum okkur rétt til að neita fólki sem er undir áhrifum áfengis og annarra fíkni og ávanabindandi efna að fara í ferðir með okkur. Undir slíkum kringumstæðum getur viðskiptavinur ekki farið fram á endurgreiðslu. Við áskiljum okkur einnig rétt til að neita fólki að fara í ferð með okkur ef við tekjum hættu á að það geti skaðað sjálfa sig eða aðra í ferðinni með óábyrgðri hegðun af einhverju tagi.  Viðskiptavinur getur ekki farið fram á endurgreiðslu ef upp kemur slíkt atvik.

Lögsaga

Ef upp kemur ágreiningur sem ekki verður leystur með samkomulagi beggja aðila. Við munum alltaf leggja okkur fram um að leysa ágreining sem upp kemur en ef það gengur ekki upp þá áskiljum við okkur rétt til að fara með málið fyrir dóm. Öll mál sem varða Skálakot verða rekinn fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

Privacy Policy

Við skuldbindum okkur til að meðhönda persónuupplýsingar í samæmi við lög og reglur. Við munum ekki deila þeim með þriðja aðila. 

Við áskiljum okkur rétt til að deila upplýsingum með leiðsögumönnum okkar og starfsmönnum sem koma að bókunum og áætlanagerð vegna ferða ef við teljum það nauðsynlegt.  Við munum undir öllum kringumstæðum takmarka upplýsingagjöf við nauðsynlegar upplýsingar sem við teljum að geti haft áhrif á aðstæður sem skapast geta í ferðum. Við sérstakar aðstæður svo sem í samskiptum við neyðaraðila (sjúkraflutninga, lögreglu eða björgunarsveitir) gætum við þurft að deila upplýingum ef við teljum það varða hagsmuni viðskiptavina okkar. Eða ef landslög krefjast þess. 

Bókanir og upplýsingar verða geymdar innan bókunarkerfa okkar (bokun.is) (svo sem nafn, titill, tölvupóstfang og símanúmer) þannig að við getum tryggt að bókunarferli og samskipti í kringum bókanir gangi sem best fyrir sig. Svo sem ef við þurfum að breyta bókunum. 

Við gætum mögulega haft samband við þig eftir ferðina til að fá þitt álit á henni. 

Markaðseting

Við gætum notað myndir eða myndbönd frá ferðum okkar á vefsíðu okkar eða samfélagsmiðlum.