Um okkur

Um okkur

Starfsfólkið í Skálakoti, sem kemur víða að úr heiminum, er hluti af fjölskyldunni okkar hér í Skálakoti. Það hefur gleðina í fyrirrúmi og leggur sig fram við dagleg störf. Sumir starfsmannanna hafa verið með okkur í mörg ár og hafa kosið íslensku sveitasæluna fram yfir allt annað.

Leiðsögumennirnir okkar í hestaferðunum eru blanda af atvinnu tamningafólki og náttúruunnendum. Allir eru með mikla reynslu af hestum og útreiðum. Eins og hótelstarfsfólkið okkar þá hafa sumir leiðsögumannanna verið með okkur lengi og koma víðsvegar að úr heiminum. Allir eiga þeir það sameiginlegt að elska íslenska hestinn og njóta þess að leyfa öðrum að upplifa hestamennsku.

Hrossarækt hefur verið stunduð í Skálakoti um áratugaskeið og afraksturinn hefur verið góður. Þar trjónir á toppnum graðhesturinn Skýr frá Skálakoti sem hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í gegnum tíðina. En undan honum eru komnir margir gæðingar og fullyrða má að enn eigi eftir að bætast í þann hóp á næstu árum.

Við erum vön að taka að okkur smáa sem stóra hópa í hestaferðir. Við búum yfir áratuga reynslu af slíkum ferðum og höfum mikið úrval af góðum hestum sem henta jafnt börnum og fullorðnum, byrjendum sem og lengra komnum. Umhverfið er fagurt og fjölbreytilegt og býður upp á skemmtilega upplifun.

Upplifðu

Við bjóðum upp á ýmsa afþreyingu í nágrenni Skálakots. Fjöllin og heiðarlöndin bjóða upp á áhugaverðar gönguleiðir. Við bjóðum upp á stangveiði í fallegri á skammt frá hótelinu ásamt því að bjóða upp á kanó ferðir fyrir fjölskylduna. Einnig er ýmis spennandi afþreying í boði allt um kring, eins og snjósleðaferðir, buggy ferðir og margt fleira.

Við leggjum okkur fram um að veita góða þjónustu og skemmtilega upplifun sem skapar góðar minningar.

Almennar upplýsingar

Heimilisfang:
Skálakot Manor
Skálakot, 861 Hvolsvöllur
Iceland
Símanúmer: +354 4878953
Tölvupóstur: info@skalakot.is
Kennitala: 151264-3609
VSK númer: 129571

Hér getur þú svo fundið fleiri myndir frá hótelinu okkar og sveitinni.