Írárfoss hestaferð

Írárfoss hestaferð 

 

Klukkustundar löng hestaferð þar sem riðið er frá Skálakoti að Írárfossi.

Ferðin hefst í reiðhöllinni í Skálakoti þar sem gert er klárt fyrir ferðina og farið yfir allt það sem knapinn þarf að vita áður en haldið er af stað. Þaðan er svo riðið af stað sem leið liggur að Írárfossi sem er fallegur foss skammt frá Skálakoti. Nafnið á fossinum má væntanlega rekja til landnámsmannsins Ásólfs Alskik sem var írskur maður sem nam land á svæðinu á sínum tíma. 

Þessi ferð hentar vel byrjendum og er frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna. Skálakot hefur starfrækt ræktun og hestaferðir  í yfir þrjá áratugi. Við bjóðum upp á mikla breidd af hestum þannig að það er auðvelt að finna góðan hest handa öllum.

Fyrir eða eftir ferðina er tilvalið að líta við á veitingastaðnum á Skálakot Manor Hotel og fá sér hressingu.