Svarta fjaran – hestaferð

Svarta fjaran – hestaferð

 

 

Í þessari ferð er riðið frá Skálakoti sem leið liggur eftir reiðgötum meðfram túnum og lækjum niður á flatlendið við Holtsós. Á leiðinni er farið yfir Rimhúsaál og loks yfir gljána fyrir framan fjöruna. Þegar komið er niður á fjöru er stoppað við útfallið frá Holtsósi. Þar er staldrað við um stund og  tækifæri gefst til að skoða sig um eða taka sprett á hestinum eftir fjörunni. Á vorin og sumrin má stundum sjá seli leika sér við útfallið. Í góðu veðri er fjallasýnin fögur og Vestmannaeyjar blasa við þegar horft er til suðurs.

Að lokum er haldið til baka sömu leið að Skálakoti. Ferðin tekur 3 klukkustundir og æskilegt er að fólk hafi reynslu af útreiðum.

Aðrar hestaferðir í boði:
Írárfoss
Eyjafjöll
Til móts við Eyjafjallajökul
Jökull og svartir sandar
Miðnætursól