Kanó sigling

Kanó sigling

 

 

Öðruvísi ævintýri fyrir alla

Lýsing á ferð:

Áður en haldið er af stað í siglinguna förum við yfir hvernig á að róa Kanó á öruggan hátt. Það eru alltaf tveir í hverjum bát, ef það er oddatala fer einn með leiðsögumanninum. 

Þú getur átt von á flottu útsýni til Vestmannaeyja og strandlengjunnar, en einnig getur útsýnið verið fallegt til fjallanna og Eyjafjallajökuls. Svæðið sem við siglum um er líka fullt af fjölbreyttu fuglalífi yfir sumarið.

  • Lágmarksfjöldi er 6
  • 2 – 2  1/2 klukkutími
  • Fyrir byrjendur
  • 12.000 Kr á mann
  • Einkaferð er 15.000 Kr aukalega

Hvað er innifalið:

  • Kanó, árar og björgunarvesti
  • Heitur drykkur og hressing

Hvað þarf að hafa með sér:

  • Hlýjan fatnað
  • Regnföt 

Munið að veðrið getur verið breytlegt og því gott að vera vel klædd/ur.

Við hittum ykkur við Holtsós rétt hjá Skálakoti