Dagsferðir á hestum

Eyjafjöll

Ferðin tekur tvær klukkustundir og er fyrir þá sem vilja kynnast hestunum aðeins betur. Riðið er um svæðið umhverfis Skálakot í fjölbreyttu landslagi þar sem sjá má fossa, gil og grónar götur.

Svarta ströndin

Þriggja klukkustunda ferð þar sem riðið er um láglendið og farið er niður í fjöru við útfall Holtsóss. Frábær ferð fyrir lengra komna sem vilja kynnast hestinum sínum vel.